Sumarstörf 17 ára og eldri

Í sumar 2015 munu allir á 17. ári (1998) fá vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eins og í fyrra. Þessi hópur mun fá samtals 120 klst. í vinnu í sumar við hin ýmsu störf. Þau geta sótt um að starfa hjá íþróttafélögum, leikjanámskeiðum, gæsluvöllum og fleira.  

Vinnuskólinn ræður til sín í vinnu nokkra einstaklinga á aldrinum 18-20 ára.  Þau munu starfa sem leiðbeinendur á hinum fjölmörgu námskeiðum sem eru í boði bæði hjá Hafnarfjarðarbæ og einnig hjá íþróttafélögum bæjarins.  Þessi hópur fær að starfa í samtals 216 klst.  Umsóknarfresturinn í þessi störf var til 8. apríl

Einnig hefur vinnuskólinn ráðið til sín fólk á aldrinum 21 árs og eldri.  En þau munu vera flokkstjórar og stýra bæði vinnuhópum og leikjanámskeiðum í sumar.

Sótt er um sumarstörf rafrænt - smelltu hér til að komast á umsóknarsíðuna. (Opnast í nýjum vafraglugga) 

Skrifstofa tómstundamála í Hafnarfirði | Strandgata 6, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5500 | Netfang ith@hafnarfjordur.is