Húsið – Ungmennahús í Hafnarfirði

Húsið – Ungmennahús í Hafnarfirði
Staðarbergi 6221 Hafnarfirði
565-5100


Húsið – ungmennahús er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Húsið er staður sem býður upp á jákvætt og vímulaust umhverfi og afþreyingu. Starfið snýst um að ungt fólk hafi greiðan aðgang að aðstöðu til að sinnar eigin hugarefnum.   Húsið er í Staðarbergi 6 en hafði áður verið í Mjósundi 10 undir heitinu Gamla bókasafnið.  Verkefni eins og Vinaskjól, Súrefni, Hópastarf starfsbrautar og Verkherinn er starfandi í Húsinu. Meginmarkmið er að reyna að virkja unga fólkið til félagslegra athafna og koma í veg fyrir aðgerðaleysi og félagslega einangrun. Húsið er opið tvisvar í viku fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára, einnig er möguleiki að fá húsnæðið að láni um helgar. 

Opnunartími:

Þriðjudaga frá 17:00-22:00
Fimmtudaga frá 17:00 -22:00

Súrefni

Súrefni er virkninámskeið fyrir ungt fólk í atvinnuleit og er samvinnuverkefni Vinnumálastofnunar, fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar og Hússins. Þetta námskeið er ætlað fyrir 16 - 24 ára ungmenni sem eiga það sameiginlegt að vera án atvinnu og ekki í skóla. Hvert námskeið er 6 vikur í senn og er markmiðið að efla ungmenni til frekari áhuga á námi eða vinnumarkaði.
Verkefnastjóri er Bára Kristín Þorgeirsdóttir

Vinaskjól

Markmið Vinaskjóla er að styðja þjónustunotendur til sjálfstæðis og auka félagslega færni þeirra. Með starfinu er lögð áhersla á eflingu sjálfstrausts, sjálfstæðis og samkenndar með öðrum, sem og skemmtilegan frítíma sem ungmennin taka þátt í að skipuleggja.
Verkefnastjóri er Þórdís Rúríksdóttir

Verherinn

Markmið starfsins er tvíþætt en annars vegar fengu ungmennin tækifæri til þess að spreyta sig við hin ýmsu störf með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnaðist og hins vegar að efla og ýta undir félagsleg tengsl þeirra á milli og út í samfélagið
Verkefnastjóri er Þórdís Rúríksdóttir

Hópastarf starfsbrautar 16 – 24 ára

Hópastarf starfsrbrautar er fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 24 ára og er opið fyrir alla sem hafa svipaðar greiningar s.s. fatlaðir, langveikir og búa í Hafnarfirði.  Fundað er tvisvar í viku á mánudaga og miðvikudögum kl. 17:00 – 19:00. Menn koma á eigin forsendum en æskilegt að skrá viðkomandi og foreldra þannig að upplýsingar um dagskrá berist í gegnum netpóst.
Umsjónarmaður Jón Grétar Þórsson

Starfsmenn

Guðbjörg  Magnúsdóttir forstöðumaður gudbjorg@hafnarfjordur.is
Bára Kristín Þorgeirsdóttir verkefnastjóri Súrefni barak@hafnarfjordur.is
Þórdís Rúríksdóttir verkefnastjóri Vinaskjóls thordisru@hafnarfjordur.is
Sigurður Sigurbjörnsson, Vinaskjól og sérstakt úrræði
Jón Grétar Þórsson, vinaskjól og hópastarf
Ragnar Jón Ragnarsson ( Humi ), umsjónarmaður kvöldstarfs, ungmennaráð og hópastarf
Jóna Rán Pétursdóttir, Vinaskjól og umsjónarmaður kvöldstarfs
Hekla Lydía Gísladóttir, hópastarf

Leiðarljós og hugmyndafræði Hússins

  • Lögð er áhersla á að allar meginforsendur með starfsemi stofnananna byggist á frumkvæði, hugmyndum og áhuga unga fólksins.
  • Lögð er áhersla á fjölbreytileika í starfi þar sem einstaklingar eru mismunandi og læra og upplifa lífið á mismunandi hátt.
  • Lögð er áhersla á að öllum líði vel á starfsstöðvum og er talið að það sé forsenda fyrir því að hægt sé að huga að öðrum markmiðum og að unga fólkið geti unnið að hugðarefnum sínum.
  • Ungt fólk á að fá tækifæri til að vinna við eigin hugmyndir og munu starfsmenn styðja við það starf.
  • Unglingar leita eftir samskiptum við starfsmenn sem eru góðar fyrirmyndir og leita til þeirra eftir upplýsingum og ráðgjöf.


Skrifstofa tómstundamála í Hafnarfirði | Strandgata 6, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5500 | Netfang ith@hafnarfjordur.is