Stíll

30.11.2015

Stíll sem er hár-, förðunar- og fatahönnunarkeppni fór fram í Hörpu laugardaginn 28. nóvember. Rúmlega tvö hundruð unglingar í 40 liðum tóku þátt í keppninni sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi stóðu fyrir í 15. sinn. Þemað í ár var náttúra sem endurspeglaðist í hönnun unglinganna. Félagsmiðstöðin Vitinn í Lækjarskóla fékk verðlaun fyrir bestu fantasíuförðunina. Óskum við Vitanum innilega til hamingju

 


Skrifstofa tómstundamála í Hafnarfirði | Strandgata 6, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5500 | Netfang ith@hafnarfjordur.is