Vitinn sigraði íþróttamót félagsmiðstöðva

20.10.2015

Félagsmiðstöðvarnar stóðu fyrir íþróttamóti í vetrarfríi grunnskólann í íþróttahúsinu í Kaplakrika þann 20. október. Keppt var í stelpu og strákaliðum í fótbolta, handbolta, körfubolta, 60m. hlaupi, langstökki og hástökki. Fjöldi unglinga mættu til leiks. 

Félagsmiðstöðin Vitinn í Lækjarskóla stóð uppi sem stigahæsta félagsmiðstöðin og fékk veglegan farandbikar til varðveislu.

Í körfubolta stráka sigraði félagsmiðstöðin Vitinn og í stúlknaflokki sigraði Mosinn í Hraunvallaskóla.

Í handbolta stráka sigraði Setrið í Setbergsskóla og í stúlknaflokki sigraðið Setrið.

Í fótbolta stráka varð Setrið hlutskarpast en í stúlknaflokki sigraði Setrið og Aldan í Öldutúnsskóla sem mynduðu eitt lið.

Í 60 metra hlaupi, hástökki og langstökki stráka sigraðið Vitinn.

Í 60 metra hlaupi stúlkna sigraði Setrið en í hástökki og langstökki stúlkna sigraðið Hraunið í Víðistaðaskóla.


Skrifstofa tómstundamála í Hafnarfirði | Strandgata 6, 220 Hafnarfirði
Sími 585-5500 | Netfang ith@hafnarfjordur.is